Velkomin

Aðalmarkmið BUH

er að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist til barna og unglinga, leiða þau til kristinnar trúar og móta afstöðu þeirra frá orði Guðs.

Einnig er starfað að því að hvetja þau til að þroska hæfileika sína og veita þeim góða undirstöðu til sjálfstæðrar hugsunar og starfs þannig að þau geti orðið nýtir þjóðfélagsþegnar.

 

BUH á Íslandi

er félag innan Hjálpræðishersins á Íslandi, sem sér um allt barna- og unglingastarf Hjálpræðishersins.

 

Stjórn BUH.

Elin Kyseth flokksforingi og Hjördís Kristinsdóttir starfmaður Reykjanesbæ ábyrgðarmenn BUH á Íslandi

Theodóra Karlsdóttir, fulltrúi BUH í stjórn FAbU við aðalstöðvarnar í Osló

Herdís Helgadóttir formaður stjórnar BUH

Guðný Ragnarsdóttir Reykjanesbæ

Birkir Örn Jónsson Akureyri

Sigurfinnur Snorrason Reykjanesbæ

Ingvi Skjaldarson Reykjanesbæ

Ólöf Inga Birgisdóttir Akureyri

Fríða Kristín Hreiðarsdóttir Akureyri

Bryndís Rut Óskarsdóttir Akureyri

Kristín Karen Karlsdóttir Reykjavík

Ásdís Birta Magnúsdóttir Reykjanesbæ

 

BUH á Akureyri.

Starf BUH hefur alltaf verið mjög fjölbreytt á Akureyri. Má þar nefna krakkaklúbba, unglingastarf, hljómsveitir, gospelkór, skemmtikvöld, mót fyrir börn og unglinga o.fl.

 

BUH í Reykjanesbæ.

Starf BUH í Reykjanesbæ hófst haustið 2008.  Unglingarnir hittast annað hvert þriðjudagskvöld (frá og með 21. jan 2014).  Allir í 8. bekk og eldri eru velkomnir

 

Hjálpræðisherinn á Íslandi tilheyrir umdæminu Noregur, Ísland og Færeyjar. BUH eru því í nánu samstarfi við æskulýðssamtök Hjálpræðishersins í Noregi = FAbU, sjá Frelsesarmeens barn og unge.

Þess má geta að fulltrúi fra BUH situr í stjórn FAbU. Börn og unglingar Hjálpræðishersins (BUH) starfa innan vébanda Landssambands æskulýðsfélaga (LÆF), sjá www.youth.is.