Nýtt verklag á Kastalakaffi

Kæru vinir og velunnarar Kastalakaffi.  Til að mæta aukinni eftirspurn og til að koma betri verkferlum á hjá okkur munum við frá og með 1. febrúar taka upp nýtt verklag á Kastalakaffi.

Þetta er gert til þess að við náum að halda betur utan um gestina okkar en einnig til að hafa betri yfirsýn yfir rýmin okkar ásamt því að þurfa ekki að hækka verðið á veitingunum okkar til að mæta eftirspurn eftir lokuðum rýmum fyrir hópa.

 

2-6 manna hópar geta ekki pantað borð hjá okkur á Kastalakaffi. Við eigum lítið rými sem hægt er að panta fyrir smærri hópa en þá þarf hver gestur að greiða aukagjald kr. 500 fyrir bókun á því rými.

6-12 manna hópar eru beðnir um að hafa samband við afgreiðsluna ef þeir hafa ekki pantað hjá okkur.  Við bjóðum hópum af þessari stærð að panta borð í 2 klst. á hringborðunum okkar við suðurgluggann.  Ekkert aukagjald er tekið fyrir bókun við hringborð fyrir þessa stærð hópa. Vilji hópur af þessari stærð panta rými er það hægt og greiðist þá aukagjald kr. 500 á hvern gest.

12-25 manna hópar verða að panta rými í 2 klst.  Við bjóðum hópum af þessari stærð að panta rými hjá okkur (innsta herbergið niðri eða svalirnar uppi).  Hver gestur greiðir aukagjald kr. 500.

 

Vilji fólk bóka hjá okkur fyrir fundi eða veislur þá bendum við á verðskrá fyrir sali og veitingar inni á heimasíðu okkar www.herinn.is eða að hafa samband við salir@herinn.is og fá nánari upplýsingar.

 

Við þökkum ykkur fyrir að velja Kastalakaffi og fyrir alla tryggðina sem þið hafið sýnt með viðskiptum ykkar.  Við minnum á að Kastalakaffi er ekki hagnaðardrifið kaffihús en sá ágóði sem hlýst af kaffihúsinu og salaleigu rennur beint til starfs Hjálpræðishersins.