Um okkur

Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelísk hreyfing, hluti af hinni almennu kristnu kirkju.  Boðskapurinn grundvallast á Biblíunni. Þjónustan er knúin af kærleika Guðs. Verkefnið er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists og í hans nafni mæta þörfum fólks án mismununar. (Alþjóðleg yfirlýsing Hjálpræðishersins / The Salvation Army Mission Statement)

Hjálpræðisherinn starfar á þremur stöðum á landinu, á Akureyri, í Reykjanesbæ og Reykjavík. Aðalskrifstofa Hjálpræðishersins á Íslandi er staðsett í Reykjavík, á Suðurlandsbraut 72. 

Hjálpræðishernum á heimsvísu er skipt niður í umdæmi en Hjálpræðisherinn á Íslandi er hluti af umdæminu Ísland, Noregur og Færeyjar. Svæðisforingi á Íslandi er Hjördís Kristinsdóttir. 

Ýmsar leiðir eru til að gerast meðlimur í Hjálpræðishernum, til dæmis er hægt að skrá sig í trúfélagið, gerast samherji eða hermaður. Einnig er hægt að starfa sem sjálfboðaliði í fjölbreyttum verkefnum. Sjá nánar hér til hægri á síðunni.