Trúargreinar

Trúargreinar Hjálpræðishersins

 1. Við trúum því að heilög ritning (Gamla og Nýja testamentið) sé innblásin af Guði, og að hún ein sé hinn guðdómlegi mælikvarði á kristilega trú, kenningu og líf.

 2. Við trúum að aðeins sé til einn Guð, alfullkominn, skapari allra hluta, viðhaldandi og stjórnandi og hinn eini sem sé verður trúarlegrar tilbeiðslu.

 3. Við trúum að þrjár persónur séu í guðdómnum - Faðir, Sonur og Heilagur andi - sama eðlis og jafnir að mætti og vegsemd.

 4. Við trúum að í persónu Jesú Krists sé guðdómlegt og mannlegt eðli sameinað, svo að hann er bæði raunverulegur og sannur Guð og raunverulegur og sannur maður.

 5. Við trúum að fyrstu foreldrar okkar hafi verið skapaðir flekklausir, en að þeir hafi vegna óhlýðni sinnar glatað hreinleika sínum og hamingju, og að afleiðingin hafi orðið sú að allir menn hafi orðið gjörspilltir syndarar og hafi sem slíkir réttilega orðið fyrir reiði Guðs.

 6. Við trúum að Drottinn Jesús Kristur hafi með þjáningum sínum og dauða friðþægt fyrir syndir allra manna, svo að hver sem vill geti hlotið hjálpræði.

 7. Við trúum að sönn iðrun fyrir Guði, trú á Drottin Jesú Krist og endurfæðing af Heilögum anda sé nauðsynlegt til hjálpræðis.

 8. Við trúum að við verðum réttlætt af náð fyrir trú á Drottin Jesú Krist og að hver sá sem trúir, beri vitnisburð þessa í sjálfum sér.

 9. Við trúum að stöðug hlýðni við Krist og trú á hann séu skilyrði fyrir því að maðurinn glati ekki hjálpræði sínu.

 10. Við trúum að fullkomin helgun sé forréttindi Guðs barna, og að “hugarfar þeirra, líkami og sál geti varðveist flekklaus til dags Drottins vors Jesú Krists” (1. Þessaloníkubréf 5:23).

 11. Við trúum á ódauðleika sálarinnar, upprisu líkamans allsherjar dómsdag við endalok þessa heims, eilífa sælu réttlátra og eilífa hegningu óguðlegra.