Vissir þú að...
Allir geta fermst á Her, óháð bakgrunni eða hvaða kirkju þeir tilheyra. Við bjóðum upp á kennslu sem felur í sér þemu eins og um trú og efa, bænina, sambönd, forvarnir o.fl. og hvetjum ungmennin til að standa með sjálfum sér. Leiðtogarnir eru traust og reynt starfsfólk ásamt hæfileikaríkum sjálfboðaliðumsem gera sitt besta til að vera til staðar í hversdagsleika ungmennanna.
Kennslan fer fram á hverjum flokki (kirkju) fyrir sig en svo er vikuferð til Noregs á fermingarviku. Á fermingarvikunni er spennandi kennsla, skemmtileg dagskrá og auðvelt að kynnast nýju fólki. Hægt er að sækja um styrk fyrir ferðinni ef þurfa þykir til að öll ungmenni hafi jöfn tækifæri.
Hápunkturinn er sjálfur fermingardagurinn- stór atburður bæði fyrir fermingarbarnið, fjölskylduna og Herinn.
Hafðu samband við flokksleiðtogann í þínum flokki ef þú óskar eftir nánari upplýsingum eða hefur spurningar um hvernig þú gerist meðlimur eða getur tilheyrt Hjálpræðishernum.