Jarðarfarir

Hjálpræðisherinn sinnir jarðarförum fyrir meðlimi og aðra sem óska þess að athöfnin sé í höndum Hjálpræðishersins. Útförin getur farið fram í húsnæði Hjálpræðishersins eða í kapellu. 

Við jarðarfarir notast Hjálpræðisherinn við hvítar skreytingar.

 „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað sem ég fer þekkið þér.“
(Jóhannesarguðspjall 14:1-4)