Foringjar í Hjálpræðishernum eru trúarlegir leiðtogar safnaðarins og hafa vígslurétt. Vígslan fer fram í sérstakri athöfn og sé þess óskað, er fáni Hjálpræðishersins notaður við athöfnina (það á eingöngu við um meðlimi).
Hjálpræðisherinn býður einnig upp á hjónablessanir. Þá hefur formleg vígsla farið fram fyrir athöfnina.
Athöfnin er persónuleg og undirbúin í nánu samstarfi flokksforingja og brúðhjóna. Foringi gefur hjónin saman og biður fyrir þeim, þeirra hjónabandi og þeirri göngu sem framundan er.
Hafðu samband við flokksleiðtogann í þínum flokki ef þú óskar eftir athöfn eða hefur spurningar um hvernig þú gerist meðlimur eða getur tilheyrt Hjálpræðishernum.