Hjálpræðisherinn starfar á þremur stöðum á landinu, á Akureyri, í Reykjanesbæ og Reykjavík. Aðalskrifstofa Hjálpræðishersins á Íslandi er staðsett í Reykjavík, á Suðurlandsbraut 72.
Hjálpræðishernum á heimsvísu er skipt niður í umdæmi en Hjálpræðisherinn á Íslandi er hluti af umdæminu Ísland, Noregur og Færeyjar. Svæðisforingi á Íslandi er Hjördís Kristinsdóttir.
Ýmsar leiðir eru til að gerast meðlimur í Hjálpræðishernum, til dæmis er hægt að skrá sig í trúfélagið, gerast samherji eða hermaður. Sjá nánar hér.