Opið hús fyrir börn og unglinga

Opið hús fyrir börn og unglinga er ætlað börnum í 5. bekk og upp í 10. bekk. 

5. til 7. bekkur, 16:30 til 19:00 og 8. til 10. bekkur 18:00 til 21:00.

Er lagt upp með góða samveru, góðan félagsskap og kynnast nýju fólki og skemmtilegum krökkum úr öðrum hverfum en sínu hverfi. Fjölbreyttur hópur ungmenna á öllum aldri. 

Dæmi má nefna að farið er í leiki, spjallað saman, vettvangsferðir, bíó og margt fleira. 

Aðstaðan er til fyrirmyndar. Hægt er að fara í borðtennis, fótboltaspil eða þythokký. Einnig er nóg til af spilum og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.