Afmælishappdrætti 12.maí

Þann 12. maí n.k. verður Hjálpræðisherinn á Íslandi 125 ára. Þar sem ekki er hægt að halda afmælisveislu með þeim hætti sem við vildum ætlum við að hafa happdrætti sem streymt verður beint á Facebooksíðu Hjálpræðishersins í Reykjavík. Miðaverð er kr. 1000 og fyrir þá upphæð fær viðkomandi 5 númera röð. Hægt er að kaupa miða hér. Hægt er að kaupa eins marga miða og maður vill og munum við fá upplýsingar um kaupanda og merkja viðkomandi miðann/miðana. Síðan verður dregið í beinni útsendingu og nafn þess sem vann nefnt um leið. Það er fjöldi fyrirtækja sem gefur glæsilega vinninga en vinningaskrá verður birt á næstu dögum.

Hér má nálgast viðburð á Facebook fyrir happdrættið. 

Við hvetjum alla til að taka þátt og styrkja um leið starf Hjálpræðishersins í Reykjavík.