Allt starf hafið á Akureyri

Eftir langa lokun vegna heimsfaraldurs og framkvæmda, er starf Hjálpræðishersins á Akureyri nú komið í gang af fullum krafti. 

Í flokknum er starf alla virka daga, auk guðsþjónusta á sunnudögum.

Sunnudagar
Guðsþjónusta kl. 11
Tónlist, Biblíulestur, hugvekja og fleira. Boðið er upp á kaffi eftir stundina.

Mánudagar
Heimilasamband kl. 11:30
„Kristur inn á hvert heimili“ er slagorð heimilasambandsins. Hugvekja, söngur, saga og góður félagsskapur. Stundin byrjar á hádegisverði.

Þriðjudagar
Foreldramorgnar kl. 10-12
Afslöppuð stund fyrir foredra með ung börn. Stundin endar á einföldum hádegisverði.
Opið hús fyrir alla fjölskylduna kl. 16-18:30
Hugvekjur, leikir, söngur, föndur og fleira skemmtilegt. Alltaf er heitt á könnunni og svo endum við á því að borða saman einfaldan kvöldmat. Góð stund fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega hugsuð fyrir börn á grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra.
Unglingastarf kl. 20-22
Skemmtileg kvöldstund fyrir unglinga í 8. bekk og eldri.

Miðvikudagar

Bæn og matur kl. 11
Bænastund og hádegisverður á eftir.

Fimmtudagar
Handavinnukvöld kl. 19:30-21:30
Opið hús og heitt á könnunni. Allir eru velkomnir með handavinnuna sína - nú eða án hennar!

Föstudagar
Bæn og matur kl. 11
Bænastund og hádegisverður á eftir.