Beiðnum um mataraðstoð hefur fjölgað mikið

Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi í Reykjavík, ræddi í dag við fréttastofu Ríkisútvarpsins um mataraðstoð og stöðu velferðarsjóða. Í fréttinni, sem lesa má hér, kemur fram að á tímabilinu janúar-maí 2020 hafi Hjálpræðisherinn greitt hærri upphæð í matarstyrki en allt árið 2019. Desember er jafnan stærsti einstaki mánuðurinn í mataraðstoð Hjálpræðishersins svo búast má við því að heildarupphæðin sem greidd verður árið 2020 verði að minnsta kosti tvöfalt hærri en á síðasta ári. 

„Sjóðirnir hjá Hjálpræðishernum eru komnir að þolmörkum þrátt fyrir að við höfum fengið góða og dygga aðstoð hjá ýmsum ráðuneytum,“ segir Ingvi í fréttinni.

Við bendum þeim á sem vilja leggja sitt af mörkunum, að hægt er að styrkja velferðarstarf Hjálpræðishersins hér