Bréf frá umdæmisstjóranum um kosningar vorsins

Kæru hermenn og samherjar!

Í fyrsta sinn í sögunni getur þú nú tilnefnt og kosið þinn fulltrúa í aðalstjórn Hjálpræðishersins. Hér að neðan getur þú lesið meira um hvers vegna og hvernig, en fyrst:

Takk
„Við erum öll Hjálpræðisherinn fyrir þeim sem við mætum“ eru fyrstu orðin í gildiskverinu okkar. Ég vil gjarnan nýta þetta tækifæri til að þakka þér. Takk fyrir að þú á þinn hátt – sem meðlimur í Hjálpræðishernum – tekur þátt í að gefa sambörgurum styrk og von. Takk fyrir að þú ert Hjálpræðisherinn þar sem þú ert.

Svo: Velkomin/n/ð inn í ferlið
Eins og þú hefur kannski þegar heyrt, erum við í sögulegu ferli við að auka þátttöku. Markmiðið er að tryggja meira sjálfstæði milli daglegrar stjórnunar og stjórnar, meiri sýnileika og fleiri taka þátt í ákvarðanatöku. Í nýrri aðalstjórn verða þess vegna einnig fjórir kjörnir fulltrúar fyrir:

-          Meðlimi – einn stjórnarfulltrúi tilnefndur af og kjörinn meðal hermanna og samherja. Einstaklingar sem eru einungis meðlimir í trúfélaginu geta einnig tekið þátt í að kjósa þennan fulltrúa, en eru ekki kjörgengir.

-          Starfsmenn – einn stjórnarfulltrúi tilnefndur af og kjörinn meðal almennra starfsmanna.

-          Foringja – einn stjórnarfulltrúi tilnefndur af og kjörinn meðal starfandi foringja.

-          Börn og unglinga – einn stjórnarfulltrúi kjörinn á FAbU þinginu.

Ef þú ert bæði hermaður/samherji og starfsmaður getur þú tilnefnt og kosið í báðum flokkum. En þá verður þú að bjóða þig fram sem meðlimur; sæti starfsmanns við stjórnarborðið er ætlað þeim sem ekki hafa aðra tengingu við samtökin, til að tryggja sem breiðasta þátttöku.

Tilnefndu núna – og fyrir 1. maí
Þú getur nú tilnefnt fulltrúa í hóp(um) sem þú sjálf/ur/t tilheyrir, og við vonumst eftir sem mestri virkni í þessu ferli. Kosningarnar fara fram rafrænt síðustu tvær vikurnar í maí.

Hér má finna nánari upplýsingar um kosningaferlið og svör við ýmsum spurningum.

Mundu að athuga skráninguna þína
Þegar þú ætlar að kjósa skráir þú þig inn með símanúmeri. Þess vegna munu allir hermenn og samherjar sem hafa skráð símanúmer fyrir 1. maí 2024 geta kosið. Þú getur uppfært þínar upplýsingar í gegnum flokkinn þinn.

Þegar þú hefur skráð símanúmerið getur þú skráð þig inn á þínar síður

Með bestu kveðju,

Knud David Welander
Kommandör – umdæmisstjóri
Hjálpræðisherinn í Noregi, Íslandi og Færeyjum