Compass kemur í heimsókn

Compass hópurinn 2021
Compass hópurinn 2021

Undanfarin ár hefur hópur af ungu fólki frá Bandaríkjunum komið í heimsókn til okkar, með þeirri undantekningu að þau komu ekki í fyrra vegna heimsfaraldursins. Í ár ætla þau að koma til okkar, enda öll orðin full bólusett og klár í langþráða heimsókn til Íslands. 

Compass er námskeið sem gerir nemendum kleift að tengjast jafnöldrum sínum, dýpka sjálfan sig með Guði og taka á móti köllun sinni með opnum örmum. Þetta námskeið skorar á einstaklinginn til að beita því sem hann hefur lært og vinna að því að mæta þörfum þeirra sem á þurfa að halda með persónulegum tengslum við samstarfsaðila í landi því sem unnið er í hverju sinni. Á árum áður hafa Compass nemar farið til Costa Rica, Mexíkó, Níkaragva. Nú er Compass í samstarfi við Hjálpræðisherinn á Íslandi.

Undanfarin ár hefur Compass staðið fyrir leikjanámskeiði á vegum Hjálpræðishersins. Í ár munu þau koma inn í leikjanámskeiðin sem nú þegar eru í gangi og kenna okkur fullt af nýjum og skemmtilegum leikjum. Einnig munu þau sjá um Opna húsið fyrir börn og unglinga á miðvikudagskvöldinu 21. júlí. 

Það er gaman frá því að segja á sunnudeginum 25. júlí mun hópurinn taka þátt í samkomu dagsins.

Við hlökkum til að sjá hópinn og tökum vel á móti þeim. Við munum þó að sjálfsögðu fylgja öllum sóttvarnarreglum, gæta fyllstu varúðar og fara að öllu með gát.