Ekki lokað en viðburðum aflýst

Til að vernda viðkvæma hópa og leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn frekari útbreiðslu covid-19 veirunnar gildir eftirfarandi um alla flokka Hjálpræðishersins frá og með deginum í dag:

Öllum viðburðum og öllu starfi í flokkunum er aflýst til og með 22. mars. 

Þetta þýðir ekki að við lokum flokkunum. Starfsfólkið er enn í vinnu og sinnir sínum verkefnum eftir því sem mögulegt er, auk þess að leita lausna til að halda áfram að aðstoða þau sem þurfa mest á okkur að halda.

Við munum áfram hitta hvert annað, en forðast að safnast saman í stórum hópum svo viðkvæmir hópar séu ekki settir í óþarfa hættu.

Þetta þýðir að:

  • Við þurfum að skoða nýjar lausnir varðandi mataraðstoð og aðstoð við hópa sem þurfa mest á okkur að halda.
  • Við þurfum að finna nýjar lausnir varðandi samskipti við þá meðlimi flokkanna sem þurfa, í gegnum síma eða annað. 

Einnig verður lokað fyrir vörumóttöku Hertex verslana á landinu öllu næstu tvær vikurnar. 

Gildir frá og með 12. mars 2020