Fjáröflun í velferðarsjóð Hjálpræðishersins

Símstöðin sér um að hringja út í söfnun Hjálpræðishersins
Símstöðin sér um að hringja út í söfnun Hjálpræðishersins

Í nóvember síðastliðnum hóf Hjálpræðisherinn á Íslandi söfnunarátak í velferðarsjóðinn þar sem mikil þörf var á að bæta í hann vegna fjölda umsókna sem var í sögulegu hámarki. Fékk Hjálpræðisherinn til liðs við sig fyrirtækið Símstöðina til að sjá um fyrir sig úthringingar og gekk söfnunin mjög vel. Við þökkum þeim sem studdu okkur.
Þar sem Hjálpræðisherinn hefur aldrei áður ráðist í slíkt verkefni, bar mikið á því að þeir sem hringt var í töldu að þetta væru óprúttnir aðilar að reyna að hafa af þeim fé. Gott er að vita af því að það séu einstaklingar sem hugsa vel til Hjálpræðishersins og er annt um að það sé ekki verið að svíkja út fé í okkar nafni. 

Ákveðið var að halda áfram með söfnunina nú eftir hátíðirnar og vegna umræðu í þjóðfélaginu þá telja margir að um svikahrappa sé að ræða. Svo er þó ekki. Símanúmerin sem hringt er úr er að finna á heimasíðu Símstöðvarinnar

Við þökkum öllum þeim hafa styrkt okkur og einnig þeim sem hafa verið með varann á og hringt í okkur til að spyrjast fyrir um hvort við séum að hringja út og safna fé, eða hvort það sé verið að nota nafn Hjálpræðishersins á óprúttinn hátt. Takk.