Foreldramorgnar

Foreldramorgnar á Hjálpræðishernum
Foreldramorgnar á Hjálpræðishernum

Við erum ótrúlega spennt að kynna fyrir ykkur nýjan dagskrárlið á Her: Foreldramorgnar, alla þriðjudaga, í sumar verða foreldramorgnar frá 10:00-13:00.

Um er að ræða opið hús fyrir foreldra ungra barna. Við leggjum upp með notalegri stund þar sem börnin fá að hittast, leika og vera saman á meðan foreldrar geta notið nærveru hvers annars. Af og til verður boðið upp á fræðslustundir og/eða kynningar. Boðið verður upp á kaffi að kostnaðarlausu en hægt er að fá sér heitan hádegismat saman á kaffihúsinu okkar á vægu verði.

Það eru börnin sem tengja okkur saman og því gaman að geta nýtt þau til að gera sér glaðan dag setjast niður og spjalla við aðra sem eru á svipum stað í lífinu. Þó svo þú þekkir engan ekki láta það stoppa þig í að koma því þú munt kynnast öðru fólki með því að mæta til okkar á foreldramorgna.