Gleðileg jól

Því að barn er oss fætt,
sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur:
Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
(Jesaja 9:5)

Hjálpræðisherinn óskar þér og þínum gleðilegra jóla og Guðs blessunar. 

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn við starfið og minnum á að jólapottarnir eru enn uppi. Pottarnir eru mikilvægasta fjáröflunin fyrir velferðarstarf sem Hjálpræðisherinn sinnir allan ársins hring. 

 

Dagskrá flokkanna um jólin er eftirfarandi: 

Akureyri

26.12 kl. 14:00 Hátíðarsamkoma
01.01 kl. 14:00 Nýárssamkoma

Reykjavík

24.12 kl. 12-16 Hátíðarmáltíð í Mjódd (ath. skráning)
28.12 kl. 14:00 Jólaball
29.12 kl. 14:00 Hátíðarsamkoma. Majorarnir Ester og Wouter van Gooswilligen sjá um samkomuna.

Reykjanesbær

24.12 kl. 17-20 Jólaveisla (ath. skráning)
29.12 kl. 14:00 Sameiginleg samkoma í Mjódd.