Herhelgi frestað

Herhelgi, árlegu móti fyrir Herfólk af öllu landinu, hefur verið frestað. Áætlað var að mótið færi fram í Vatnaskógi helgina 16.-18. október en vegna sóttvarnaaðgerða hafa þær áætlanir breyst. Vonir standa til að hægt verði að finna nýja dagsetningu á vormánuðum.

Biðjum fyrir landi og þjóð, að við komumst sem fyrst og best í gegnum þessa erfiðu tíma. Biðjum fyrir öllum sem hafa veikst eða á annan hátt orðið fyrir barðinu á heimsfaraldrinum.