Kastalakaffi í Herkastalanum í Reykjavík

Flottar kökur á Kastalakaffi
Flottar kökur á Kastalakaffi

Í Herkastalanum í Reykjavík hefur verið opnað glæsilegt kaffihús, sem ber nafnið Kastalakaffi.  Á kaffihúsinu er hægt að fá fyrsta flokks kaffi og dásamlegar heimsklassa kökur og tertur. 

Kastalakaffi er barnvænt kaffihús þar sem aðstaða fyrir foreldra með börn er einstaklega góð. Að sjálfsögðu eru kræsingar líka á boðstólum fyrir yngstu kynslóðina.  Einnig er vert að nefna að það er frí nettenging á Kastalakaffi, sem gæti nýst nemum sem vilja skipta um umhverfi í náminu eða þeim sem kjósa að vinna vinnuna sína í notalegu umhverfi á kaffihúsi. 

Verðið á vörunum á Kastalakaffi er vel samkeppnishæft við bestu kaffihús landsins.

Andrúmsloftið er einstakt til að sitja í þægilegu björtu umhverfi og fá sér góðan kaffibolla eða te, kökusneið og lesa, eða horfa á börnin leika.