17. hátíðarhöld Hjálpræðishersins

Herkastalinn
Herkastalinn

Föstudaginn 17. júní 2022 verður haldin hátíð í Herkastalanum á Suðurlandsbraut 72.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin að fagna með okkur þjóðhátíðardegi Íslands.
Á Kastalakaffi verður úrval veitinga til sölu gegn vægu gjaldi. Það verða einnig til sölu pylsur, ískrap og candyfloss. 
Hátíðarhöld byrja klukkan 12:00 og verða til 17:00.
Á svæðinu verður hoppukastali og andlitsmálning sem verður frí fyrir þá sem vilja. 

*Tekið skal fram að þeir sem eru "rautt kort, red card" fá fríar pylsur, ískrap og candyfloss.