Hjálpræðisherinn á almannaheillaskrá Skattsins

LOGO Hjálpræðishersins
LOGO Hjálpræðishersins

Einungis félögum, sjóðum og stofnunum, þ.m.t. sjálfseignarstofnunum, sem hafa með höndum óhagnaðadrifna starfsemi, er heimil skráning á almannaheillaskrá. Skilyrði fyrir frádrætti hjá gefendum er að lögaðili (móttakandi) sé á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent eða framlag veitt. Hjálpræðisherinn hefur verið skráður á almannaheillaskrá Skattsins og geta því þeir sem styrkja Hjálpræðisherinn fengið skattafrádrátt. 

Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 - 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.

Móttakendur gjafa og framlaga, sem skráðir eru á sérstaka almannaheillaskrá, þurfa að gefa út kvittun við móttöku þar sem m.a. kemur fram nafn og kennitala gefanda og fjárhæð framlags. Að almanaksári loknu þarf móttakandi að taka saman upplýsingar um fjárhæð gjafa og framlaga hvers gefanda og skila þessum upplýsingum til Skattsins samhliða öðrum árlegum gagnaskilum fyrir 20. janúar ár hvert. Á grundvelli gagnaskilanna verður frádráttur áritaður á framtal gefenda.