Jól í júlí

Jólasveinninn mætir á Jól í júlí
Jólasveinninn mætir á Jól í júlí

Á Jól í júlí ætlum við að hafa skemmtilega stemmingu, á staðnum verður allskonar í boði og mun sumar(jóla)sveinninn skipuleggja einhvern dans sem verður líklega settur á TikTok Hjálpræðishersins. 

Í boði verður að kaupa pylsur, candyfloss, ískrap og svo verður hoppukastali á staðnum ásamt andlitsmálningu.

Hjálpræðisherinn nýtur mikils stuðnings og fær mikið af styrkjum í desember því þá hugsum við meira til þeirra sem minna mega sín. Það vita allir af því að Hjálpræðisherinn gefur efnaminni og jaðarsettum að borða yfir hátíðarnar og því tilvalið að styrkja það starf. Hjálpræðisherinn vinnur allann ársins hring og gefur fólki að borða alla virka daga ásamt því að halda mánaðarlegar úthlutanir til þeirra sem eru efnaminni og jaðarsettir.

Við munum taka á móti fjárframlögum/styrkjum á staðnum og til sölu verður grillaðar pylsur, candyfloss, ískrap og Kastalakaffi verður opið með lager af góðgæti.
Við þökkum öllum þeim sem leggja okkur í lið til þess að geta þjónað samfélaginu sem við öll búum í.
 

Allt sem safnast á Jól í júli rennur til velferðarstarfs Hjálpræðishersins en síðan um jólin hefur Hjálpræðisherinn gefið út máltíðir fyrir tæpar 17.000.000 kr og Hertex kort fyrir 7.000.000 kr og eru þeir sem fá þá aðstoð oftast jaðarsettir og eða efnaminni einstaklingar. Styrkur til Hjálpræðishersins er styrkur í samfélagið okkar.

Hér er linkur á Facebook síðu Jól í júlí, þar sem má sjá frekari upplýsingar.