Jólaaðstoð á Akureyri

Eiðsvöllur á Akureyri, 2018. Mynd: Herdís Helgadóttir
Eiðsvöllur á Akureyri, 2018. Mynd: Herdís Helgadóttir

Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis hefur nú opnað nýja heimasíðu, www.velferdey.is. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunar, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð. 

Á síðunni má nálgast upplýsingar um velferðaraðstoð sem sjóðurinn veitir, til að byrja með er áhersla lögð á að kynna jólaaðstoðina 2022. Rafrænar umsóknir um jólaaðstoð fara í gegnum síðuna og vonir standa til að þetta geri ferlið auðveldara fyrir alla sem málið varðar.

Fólk sem ekki hefur aðgang að tölvu eða getur af öðrum orsökum ekki sótt um rafrænt getur einnig hringt í 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 frá 28. nóvember til og með 2. desember.

Með tímanum má svo búast við frekari upplýsingum á síðunni, til dæmis um bjargráð og aðra aðstoð sem í boði er á svæðinu.

Hér má sjá síðuna.