Jólagjafir barnanna

Á aðfangadag jóla koma til okkar margir einstaklingar til að fá hjá okkur jólamáltíð og smá gleði í hjartað. Allir eru leystir út með gjöfum þegar þeir fara frá okkur. Á meðal þessara einstaklinga eru börn. Við leitum nú til samfélagsins og óskum eftir því að fá hjálp til að gleðja börnin með gjöf á aðfangadag. Getur gjöfin sem við færum þeim jafnvel verið eina gjöfin sem barnið fær þessi jólin. Nú þegar hafa verið skráð yfir 100 börn og bætast fleiri við daglega.

Hér fyrir neðan má sjá skjal þar sem hægt er að skrá sig fyrir gjöf til að gefa barni á aðfangadag. Hægt er að koma með gjafirnar til okkar á Suðurlandsbraut 72 alla virka daga á milli 10:00 og 17:00.

Endilega skráið ykkur fyrir gjöf, svo við getum glatt ung hjörtu á aðfangadegi jóla.

Skráning fyrir jólagjöf handa barni á aðfangadag