Jólasögusamkeppni Herópsins

Jólablað Herópsins 2019
Jólablað Herópsins 2019

Herópið er tímarit Hjálpræðishersins og hefur verið gefið út allt frá stofnun hans á Íslandi árið 1895. Jólablað Herópsins kemur út um mánaðamótin nóvember-desember ár hvert og því er meðal annars dreift við jólapotta Hjálpræðishersins.

Í gegnum árin hefur myndast sú hefð að birta jólasögur í Herópinu. Í ár langar okkur að gefa nýjum rithöfundum tækifæri og efna til jólasögusamkeppni!

Jólasagan skal vera að lágmarki 500 og að hámarki 800 orð. Sögum í keppnina skal skila í síðasta lagi föstudaginn 6. nóvember á netfangið island@herinn.is og pósturinn merktur „Jólasaga“.

Sigurvegari keppninnar hlýtur að launum 25.000 kr. gjafabréf í Hertex verslununum. Sigursagan verður birt í jólablaði Herópsins 2020. 

Við hvetjum fólk á öllum aldri til að taka þátt!