Jólin í Akureyrarflokki

Starf Hjálpræðishersins á Akureyri er komið í jólafrí. Síðastliðna viku var úthlutun jólaaðstoðar Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis, sem Hjálpræðisherinn á Akureyri er aðili að, í húsnæði flokksins. Aldrei hafa fleiri umsóknir um aðstoð borist fyrir jólin en með góðum stuðningi frá fyrirtækjum, samtökum og einstkalingum var mögulegt að afgreiða á fimmta hundrað umsóknir.

Jólasamvera verður í Akureyrarflokki miðvikudaginn 28. desember kl. 11. Létt og ljúf stund þar sem við syngjum jólalög og lesum úr Biblíunni. Boðið verður upp á kaffi og með því eftir stundina. 

Við óskum ykkur gleðilegra jóla, þökkum fyrir samveruna á árinu og hlökkum til að sjá ykkur um eða eftir hátíðirnar!