Krílasöngur

Krílasöngur er skemmtilegt tónlistarnámskeið og gæðastund fyrir foreldra með börn á fyrsta ári. Námskeiðið er að norskri fyrirmynd, en babysang er rótgróinn hluti af starfi Hjálpræðishersins þar í landi. 
 
Á námskeiðinu er sungið, dansað, unnið með hljóðfæri o.fl. Tilgangurinn er meðal annars að bjóða gæðastund fyrir barn og foreldra og ekki síður hvetja foreldra til að syngja með börnunum sínum. Raddir mömmu og pabba eru fallegustu hljóð sem litlu krílin heyra!
 
Námskeiðið er 10 skipti, á þriðjudögum kl. 11, og hefst 26. september. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið, á netfangið herdis@herinn.is. Námskeiðsgjald er 5000 krónur og léttur hádegisverður er innifalinn.