Leikjanámskeið sumarið 2022

Vegna mikillar eftirspurnar verður leikjanámskeið Hjálpræðishersins haldið eins og á síðasta ári. Opnað hefur verið fyrir skráningar.
Á námskeiðinu er mest unnið með frjálsan leik, úti og inni, ásamt föndri og stuttum ferðum. Lagt er upp með að börnin njóti sín sem best og að námskeiðið efli vináttu- og samskiptafærni. Innifalið er: hafragrautur að morgni, heitur matur í hádegi og síðdegishressing.
Námskeiðið er fyrir börn á aldrinu 6-12 (2015/2010) ára. Verð, 9.500, 25% afsláttur fyrir fyrsta systkini og frítt eftir það.
Umsóknir fara fram á Umsóknarvef fyrir sumarfrístund.
 
Hægt er að sækja um í Velferðarsjóð Hjálpræðishersins fyrir námskeiðs gjaldinu, er það gert með því að setja óskina fram undir „annað“ í skráningarferlinu.
Vinsamlegast skrifið ástæðu þess að sótt er um styrk.