Neyðaraðstoð í Ástralíu

Mynd af facebooksíðu Hjálpræðishersins í Ástralíu.
Mynd af facebooksíðu Hjálpræðishersins í Ástralíu.

Hjálpræðisherinn í Ástralíu stendur í ströngu þessa dagana vegna gríðarlegra skógarelda þar í landi. Á facebooksíðu Hjálpræðishersins í Ástralíu kemur meðal annars fram að Herinn starfi á yfir 160 stöðum um allt landið og hafi útbúið yfir 125.000 máltíðir fyrir slökkviliðsfólk, sjálfboðaliða og aðra viðbragðsaðila. Einnig hefur Herinn aðstoðað fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín með helstu nauðsynjar. 

Hjálpræðisherinn treystir á fjárhagslegan stuðning frá almenningi og fyrirtækjum til að sinna þeim fjölmörgu og þörfu verkefnum sem upp koma við aðstæður sem þessar. Hér er hægt að styrkja neyðaraðstoð Hjálpræðishersins í Ástralíu.