Ný heimasíða

Hjálpræðisherinn hefur opnað nýja heimasíðu, herinn.is. Á síðunni verða meðal annars aðgengilegar upplýsingar um starf allra flokka, fréttir af starfinu, staðreyndir um Hjálpræðisherinn og möguleiki á að styrkja starfið.

Við vonum að sem flestir fylgist með okkur, bæði á Facebook síðum flokkanna og hér á heimasíðunni.

Ábendingar og spurningar vegna heimasíðu berast Herdísi.