Ný netverslun Others.is

Mynd: others.no
Mynd: others.no

Nýlega opnaði vefverslunin Others.is. Others er verkefni Hjálpræðishersins þar sem vinnureglur sanngjarnra viðskipta (fair-trade) eru notaðar til að stuðla að valdeflingu og útrýmingu fátæktar. Vörurnar eru vandaðar og framleiddar af handverksfólki sem tengist félagsstarfi Hjálpræðishersins í Bangladess og Kenía.

Aðalmarkmið Others er að skapa réttlát störf. Hver einasta Others vara sem maður kaupir er liður í því að skapa störf með sanngjörnum launum fyrir fólk sem annars hefði haft fá tækifæri. Framleiðendurna finnum við í gegnum velferðarstarf Hjálpræðishersins. Vörurnar frá Others eru handunnar og á bakvið hverja einustu vöru frá Others er einstök saga - um hæfileika, stolt, von og sjálfstæði. Sumar vörur eru þróaðar í samræmi við handavinnuhefðir á hverjum stað, aðrar eru hannaðar í samvinnu við norska hönnuði.

Við styðjum ýmis verkefni, til dæmis varðandi aðstoð fyrir fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar og verkefni tengdum efnahagsþróun á bæði þéttbýlum og strálbýlum svæðum. Framleiðendurnir fá laun sem nýtast til að greiða fyrir grunnþarfir eins og mat, húsnæði og nauðsynleg lyf. Sanngjörn laun skapa einnig svigrúm fyrir sparnað og fjárfestingar til framtíðar eins og menntun fyrir börnin þeirra.

Við hvetjum ykkur til að skoða úrvalið hjá Others og hafa sanngjörn viðskipti í huga.