„Nýi Herkastalinn í Reykjavík“

Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði í vikunni um nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Í umfjölluninni má sjá myndir innan úr húsinu og Hjördís Kristinsdóttir, foringi í Reykjavík, segir frá spennandi framtíðaráformum. 

Í nýja húsinu verður meðal annars stór samkomusalur, kaffihús og velferðarkjarni. Á kaffihúsinu er hugmyndin að hægt verði að kaupa „2 fyrir 2“, sem þýðir að maður greiðir bæði fyrir sína máltíð og máltíð fyrir manneskju sem hugsanlega kemur á kaffihúsið en getur ekki greitt fyrir sinn mat. Í húsinu verður einnig stór Hertex verslun.

Áætlað er að húsið verði vígt haustið 2020.

Umfjöllun Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.