Nýtt húsnæði á Akureyri

Nýtt húsnæði Akureyrarflokks
Nýtt húsnæði Akureyrarflokks

Á vormánuðunum festi Hjálpræðisherinn á Íslandi kaup á nýju húsnæði fyrir Akureyrarflokk og þann 1. júní síðastliðinn var tekið við húsinu. Þurfti að fara í miklar endurbætur á húsnæðinu þannig að það henti starfsemi Hjálpræðishersins betur. Sem dæmi má nefna að koma þarf fyrir lyftu svo aðgengi hreyfihamlaðra verði betra. 

Af þessum orsökum er Akureyrarflokkur húsnæðislaus þessa stundina og er óvíst hvenær starfsemi getur hafist í nýjum húsakynnum. Við munum þó láta ykkur fylgjast með og birta dagskrá flokksins um leið og það verður komin einhver dagsetning á opnunina. 

Af þessum sökum hefur verið erfitt að ná í einhvern hjá Akureyrarflokki, þar sem enginn skrifstofa hefur verið til staðar undanfarna mánuði. 

Höfum við reynt að bregðast við ástandinu og hægt er að hafa samband við Elínu Kvaran flokksforingja í Akureyrarflokki í gegnum síma, 780 6888.