Páskabingó

Næstkomandi laugardag mun kvennastarf Hjálpræðishersins í Reykjavík halda páskabingó að venju. Fjöldi vinninga er kominn í hús og vinna konurnar hörðum höndum við að pakka inn og gera fínt fyrir laugardaginn. 

Allir eru velkomnir og kostar miðinn einungis 1.000 krónur. Hér fyrir neðan má finna hlekk á greiðslusíðu ef einhver vill nýta sér það að kaupa miða fyrirfram.  

Frekari upplýsingar má nálgast á Facebook viðburði sem gerður hefur verið að þessu tilefni.