Prjónahópar í öllum flokkum

Handavinna á borð við prjón og hekl nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Víða hittist handavinnufólk og ber saman bækur sínar, drekkur kaffi og nýtur þess að vinna að sínum verkefnum í góðum félagsskap.

Við í Hjálpræðishernum höldum úti prjónahópum í öllum flokkum. Á Akureyri er prjónahópur á fimmtudögum kl. 19:30, í Reykjavík er prjónahópur annan hvern þriðjudag kl. 19:30 og í Reykjansebæ er prjónahópur á miðvikudögum kl. 19:30.

Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar stundir; konur og karlar, ungir og gamlir, handavinnusnillingar og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref.