Samkirkjuleg samstaða vegna heimsfaraldursins

Hjálpræðisherinn
Hjálpræðisherinn

Öllum landsmönnum er boðið að halda dag samstöðu vegna heimsfaraldursins næsta laugardag, 5. júní. Trúar- og lífsskoðunarfélög, sem standa að þessu átaki, munu sjá um viðburði, samkomur, bænahald eða aðrar uppákomur, hvert eftir sínum sið og venjum.

Verum samhuga og minnumst fórnarlamba faraldursins, stöndum nær þeim sem þjást, réttum hjálparhönd þar sem þörfin eru mest og þökkum fyrir fórnfúst starf svo margra, sem standa víða um heim í víglínunni í baráttu við farsóttinni.

Ásatrúarfélagið, Bahá’í – samfélagið, Búddistasamtökin SGI á Íslandi, DíaMat – Félag um díalektíska efnishyggju, Fjölskyldusamtök Heimsfriðar og Sameiningar, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Fríkirkjan í Reykjavík, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Menningarsetur múslima á Íslandi, Óháði söfnuðurinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Samfélag Gyðinga á Íslandi, Siðmennt, Stofnun múslima á Íslandi, Söfnuður sjöunda dags aðventista í Reykjavík og Þjóðkirkjan.