Samkomur á netinu

Lofgjörðarstund frá Reykjavík sem send var út í gegnum Facebook.
Lofgjörðarstund frá Reykjavík sem send var út í gegnum Facebook.

Vegna samkomubanns fer nú stór hluti starfsins okkar fram á samfélagsmiðlum. Flokksleiðtogar hafa haft reglulegt samband við fólkið í flokkunum og þar að auki hafa flokkarnir nýtt tæknina til að koma hugvekjum og skilaboðum til fólksins. Við mælum með því að fylgjast vel með þar sem búast má við fjölbreyttu og áhugaverðu efni um páskana.

FAbU, barna- og unglingastarf Hjálpræðishersins á Íslandi, í Noregi og Færeyjum, hefur gefið út hugvekjuapp. Það heitir 365 raske og þar eru stuttar hugvekjur fyrir hvern dag ársins. Hugvekjurnar eru á norsku en hér má nálgast nokkrar þeirra sem þýddar hafa verið yfir á íslensku. 

Facebook síður flokkanna eru hér:
Hjálpræðisherinn á Akureyri
Hjálpræðisherinn í Reykjavík
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ

Einnig erum við á Instagram:
Hjálpræðisherinn á Akureyri: thesalvationarmyakureyri
Hjálpræðisherinn í Reykjavík: herinnrvk

Síðastliðinn sunnudag var til dæmis send út lofgjörðarstund frá heimahúsi í Reykjavík í gegnum beina útsendingu á Facebook. Samkomuna má sjá hér að neðan.

 

Akureyrarflokkur hefur einnig sent út myndbönd með hugvekjum, til dæmis þetta sem sent var út þegar undir venjulegum kringumstæðum hefði verið bæn og matur:

 

Við vonum að þið hafið það gott og nýtið tæknina til að fylgjast með og halda sambandi hvert við annað. Við hlökkum mikið til að geta hitt ykkur öll þegar ástandið er liðið hjá. Guð blessi ykkur.