Samkomur hefjast á Akureyri

Nú fer starf Hjálpræðishersins að hefjast á ný eftir sumarið. Fyrsta samkoma haustsins í Akureyrarflokki verður næstkomandi sunnudag, 23. ágúst kl. 11. Sigríður Elín Kjaran, nýr flokksleiðtogi á Akureyri, talar. Tónlistin er sem fyrr í höndum hjónanna Tiiu og Risto Laur. 

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna, minnum á handþvott og höldum tveggja metra reglunni.