Sjálfboðaliðanámskeið

SJálfboðaliðanámskeið Hjálpræðishersins verða haldin í Reykjavík og Reykjanesbæ á næstu dögum.

Þriðjudaginn 22. september verður námskeið í Hjálpræðishernm í Reykjanesbæ kl. 18:30

Fimmtudaginn 24. september verður námskeið í Reykjavíkurflokki kl. 18:30

Þriðjudaginn 29. september verður námskeið í Reykjavíkurflokki á ensku kl. 18:30

Við byrjum kl. 18.30 á því að borða saman létta máltíð. Um kl. 19 verður svo stutt kynning á Hjálpræðishernum og þeim fjölmörgu störfum sem hægt er að inna af hendi í sjálfboðavinnu. 

Við hvetjum alla áhugasama til að láta sjá sig. Fjölbreytt og gefandi verkefni, ánægjulegur félagskapur og tækifæri til að láta gott af sér leiða.