Skráning nýrra sjálfboðaliða

Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut í Reykjavík eru langt komnar og húsið er orðið hið glæsilegasta. Á næstunni mun starfsemi flokksins flytja inn í nýja húsið, sem er mikið gleðiefni því húsið í Mjóddinni rúmaði ekki lengur þá miklu starfsemi sem er í flokknum. Í haust verður því spennandi að geta aukið framboð á alls konar starfsemi Hjálpræðishersins í Reykjavík.

Og aukin starfsemi kallar á fleiri hendur. Við bjóðum nýja sjálfboðaliða alltaf velkomna og nú er hægt að skrá sig á lista hjá Reykjavíkurflokki. Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig og þá munu flokksleiðtogar hafa samband. 

Hægt er að skrá sig hér. 

Við hvetjum ykkur einnig til að fylgjast með Hjálpræðishernum í Reykjavík á Facebook, þar má til dæmis reglulega sjá nýjar myndir af framkvæmdunum við Suðurlandsbraut.