Spennandi starf í Reykjavík

Hjálpræðisherinn í Reykjavík auglýsir eftir starfsmanni í æskulýðs- og fjölskyldustarf. Starfið er 4 ára verkefni þar sem Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á barna-, unglinga og fjölskyldustarf sitt. Við viljum að flokkarnir (söfnuðir) séu staður þar sem börn, unglingar og fjölskyldur geta fundið sig heima og þar sem við byggjum upp sterkt samfélag þvert á kynslóðir. Við viljum einnig bjóða upp á tilboð um tilgangsríkan frítíma fyrir alla fjölskylduna. Einnig viljum við leggja áherslu á að styrkja sjálfboðaliða barna- unglinga og fjölskyldustarfsins í Reykjavík í sínum leiðtogahlutverkum.

Starfið felur í sér markvissa markmiðssetningu á barna- unglinga og fjölskyldustarfi í Reykjavík ásamt nýliðun, þjálfun og kennslu leiðtoga og stuðningi við starfið í Reykjavík þ.m.t. kristinni trúarmiðlun. Starfið er 100% starf með sveigjanlegum vinnutíma.

Við munum meta:

·      Persónulega eiginleika þess sem sækir um
·      Háskólamenntun sem nýtist í starfi
·      Reynslu af svipuðum störfum sem getur verið metin til jafns eða í stað formlegrar menntunar sé hún ekki til staðar

 

Við viljum helst að viðkomandi:
·      Hafi leiðtogareynslu af barna- og unglinga- og fjölskyldustarfi
·      Sé skapandi og lausnamiðaður
·      Sé sjálfstæður og ábyrgur

Nauðsynlegt er að viðkomandi kunni og geti notað eitt skandinavískt tungumál.

Hjálpræðisherinn er kristin hreyfing og þess er krafist að umsækjendur sýni hollustu við kristin grunngildi Hjálpræðishersins og markmiðssetningnar sem finna má í Gildiskveri Hjálpræðishersins.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á reykjavik@herinn.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Hjördís Kristinsdóttir hjordis@herinn.is eða í síma 6902468