Sumarfjör á sumardaginn fyrsta

Hjálpræðisherinn
Hjálpræðisherinn

Í Reykjavík verður sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur og hefjast hátíðarhöldin klukkan 13:00 og standa til 15:00
Við fögnum komu sumarsins með skemmtilegum leikjum og verður einnig hoppukastali á svæðinu. Boðið verður upp á andlitsmálun, pylsur og candyfloss. 

Frítt er fyrir alla, en við hvetjum fjölskyldur til að koma saman og eiga saman gæðastund hjá okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur.