Sumarstörf laus til umsóknar

Auglýsing um sumarstarf 2022
Auglýsing um sumarstarf 2022

Mikil ánægja var með sumarnámskeið Hjálpræðishersins síðastliðið sumar og höfum við ákveðið að bjóða aftur upp á leikjanámskeið í ár. Við þurfum á góðu starfsfólki að halda til þess að geta boðið upp á námskeiðið og auglýsum eftir því. Við hvetjum alla áhugasama að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Auglýsingin er svo hljóðandi:

Um er að ræða starf leiðbeinanda á leikjanámskeiði Hjálpræðishersins sumarið 2022, annarsvegar í Reykjavík og hins vegar í Reykjanesbæ.

Um 100% stöðu er að ræða og unnið er á dagvinnutíma. Námskeiðin hefjast þegar grunnskóla líkur um miðjan júní og líkur þegar grunnskólar hefjast aftur um miðjan ágúst.

Við kunnum að meta:

  • Nám sem nýtist í starfi
  • Starfskunnáttu sem nýtist í starfi
  • Ánægja af því að vinna með börnum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleika
  • Jákvætt viðhorf
  • Stundvísi
  • Almenna gleði og ánægju af lífinu

Þú þarft að hafa:

  • Íslenskukunnáttu
  • Hreint sakarvottorð
  • Ánægju af því að vinna með börnum
  • Náð 18 ára aldri

Hjálpræðisherinn leggur ríka áherslu á uppbyggilegt og hvetjandi starfsumhverfi.

Umsókn skal senda á reykjavik@herinn.is ásamt ferilskrá.