Þjóna Jesú í fullu starfi

Mynd: https://frelsesarmeen.no/perleportalen
Mynd: https://frelsesarmeen.no/perleportalen

Það er mikið gleði- og þakkarefni að segja frá því að þrír nemendur munu hefja nám í foringjaskóla Hjálpræðishersins haustið 2023. 

Þetta eru:
Moira Ruth Woutersdóttir Hetland, Stavanger
Arild Mathias Rakaas Hetland, Stavanger
Thomas Guldahl, Kristiansand

Þeirra bíður tveggja ára skólaganga, og þau munu vígjast sem foringjar í Hjálpræðishernum sumarið 2025. 

Moira Ruth var meðlimur í Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ frá stofnun flokksins til ársins 2013 þegar fjölskyldan flutti til Paraguay. Foreldrar hennar, Ester og Wouter, voru fyrstu foringjar flokksins í Reykjanesbæ og byggðu þar upp lifandi og fjölbreytt starf. Frá Paraguay flutti fjölskyldan til Noregs þar sem þau búa nú. 

Við þökkum Guði fyrir þessa þrjá einstaklinga sem vilja sinna þessari mikilvægu þjónustu sem foringjar í Hjálpræðishernum, og við hvetjum alla meðlimi okkar til að biðja fyrir þeim! Biðjum fyrir því að undirbúningstíminn verði góður og að Guð staðfesti köllun þeirra!

Langar þig að vita meira um hvað það þýðir að vera foringi?

Gæti það verið eitthvað fyrir þig? Átt þú þér draum og köllun um að þjóna Jesú í fullu starfi? 
Það er ekki of seint að sýna áhuga á því að hefja nám haustið 2023, við viljum gjarnan að þessi þrjú fái fleiri skólafélaga! 

Hafðu samband við aspirant-tengiliðinn á þínu svæði ef þig langar að ræða málin og fá nánari upplýsingar. Á Íslandi er tengiliðurinn Hjördis Kristinsdóttir.

 

Frétt af https://frelsesarmeen.no/perleportalen þýdd og staðfærð.