Vegleg gjöf frá Grohe

Grohe færði Hjálpræðishernum rausnarlega gjöf á dögunum. Fyrirtækið gefur öll hreinlætis- og blöndunartæki í nýbygginguna við Suðurlandsbraut. Við þökkum Grohe kærlega fyrir stuðninginn. 

Á myndinni má sjá starfsmenn Hjálpræðishersins taka á móti gjöfinni frá fulltrúum Grohe. 

Í nýja húsinu verður glæsilegur samkomusalur og fjölnota rými sem nýtast meðal annars fyrir barna- og unglingastarf. Þar verður einnig kaffihús, Hertex verslun og velferðarkjarni.