Vegna COVID-19

Vegna smithættu kórónaveirunnar verður breyting á starfi Hjálpræðishersins um óákveðinn tíma. Þetta er gert til að vernda þá hópa sem eru viðkvæmastir og til að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist enn frekar út. 

Heimilasamband og bæn&matur fellur niður á Akureyri frá morgundeginum, 10. mars, þangað til annað kemur í ljós. 

Í Reykjavík fellur heimilasamband, 60+ og opið hús niður þangað til annað kemur í ljós. 

 

Leiðtoganámskeiði BUH sem átti að fara fram í Reykjavík næstkomandi helgi er frestað um óákveðinn tíma. 

Við hvetjum alla til að halda ró sinni, muna að þvo sér reglulega um hendurnar, sótthreinsa það sem þarf og forðast óþarfa snertingu. Við bendum einnig á heimasíðu landlæknis þar sem nálgast má nýjustu upplýsingar ásamt ráðleggingum.