Vegna samkomubanns

Vegna samkomubanns fellur allt starf í Reykjavíkurflokki niður fram yfir páska. Hægt er að hafa samband við flokksforingja og hafa samband á Facebook síðu flokksins:

 

Á Akureyri fellur sömuleiðis allt starf niður fram yfir páska, að undanskildu unglingastarfinu. Þar sem unglingastarfið er fámennt er hægt að tryggja hæfilegt bil á milli fólks. Við bendum einnig á mikilvægi handþvottar.

Á Facebook síðu Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ má fylgjast með fréttum af flokknum. 

 

Páskamóti BUH, sem átti að fara fram í Ölveri 3.-7. apríl, hefur verið aflýst.

 

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með bæði hér og á Facebook síðum flokkanna. Farið vel með ykkur, passið hreinlætið og höldum okkur í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru. Saman komumst við í gegnum þetta!

Guð blessi ykkur.