Vilt þú gera góðverk?

Í desember er jafnan nóg að gera hjá Hjálpræðishernum og gera má ráð fyrir að eftirspurn eftir aðstoð verði enn meiri í ár en síðustu ár. Jólapottarnir okkar eru mikilvægur hluti af jólaundirbúningnum, þar sem við söfnum peningum í velferðarsjóð. Reynslan sýnir okkur að ef við fáum fólk til að standa við jólapottinn er innkoman mun meiri en ef potturinn er einn og yfirgefinn. Hver vakt við pottinn er ein klukkustund og við viljum hvetja alla sem hafa getu og áhuga til að hafa samband við okkur og gera jólagóðverk með því að standa við jólapottinn, 1 í einu eða 2 saman. 
 
Hjálpræðisherinn í Reykjavík óskar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni, til dæmis standa við jólapottinn, aðstoða við jólaveislu, pakka inn gjöfum og fleira.  Nánari upplýsingar og skráningu má nálgast hér. 
 
Í desember verður jólapottur Hjálpræðishersins á Akureyri á sínum stað á Glerártorgi. Þar er safnað fyrir velferðarstarfinu flokkurinn sinnir á Akureyri allan ársins hring. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Herdísi, herdis@herinn.is, eða í gegnum Facebooksíðu flokksins. 
 
Við hvetjum alla sem áhuga hafa til þess að hafa samband við okkur. Hjá Hjálpræðishernum eru fjölbreytt verkefni við allra hæfi og jákvæður og uppbyggilegur félagsskapur. Hjálpumst að við að gera aðventu og jól 2020 að ánægjulegri upplifun fyrir alla!