Vímulaus dagur 8. júní

Hjálpræðisherinn heldur vímulausan dag í júní ár hvert. Við erum bindindissamtök en þennan ákveðna dag viljum við hvetja alla til að sýna samstöðu með þeim sem þjást vegna áfengis- og vímuefnaneyslu, sinnar eigin eða annarra. Þema dagsins í ár er vímugjafar og sumarið því við óskum þess að allir megi eiga gott sumar, líka börnin. Við vitum að mörg börn hafa átt erfiðan vetur þar sem skólastarf raskaðist. Það eru einnig mörg börn sem fá ekki sumarið og fríið sem þau höfðu hlakkað til vegna þess að fullorðið fólk í kringum þau neytir of mikils áfengis. Mörg börn þurfa á því að halda að við hvetjum fólk til að skoða sína eigin áfengisneyslu. 

Með vímulausum degi 8. júní vill Hjálpræðisherinn beina sjónum að áhrifunum sem áfengi og aðrir vímugjafar hafa og hvetja fólk til að velja vímulausan lífsstíl. 

Hvar?

Oft hefur verið haldið upp á daginn með stórum uppákomum í Hjálpræðishernum á Íslandi, í Noregi og Færeyjum. Í ár verður þó sú breyting að viðburðurinn fer alfarið fram á samfélagsmiðlum. Skráið ykkur á Facebook viðburðinn okkar til að sýna samstöðu og deilið boðskapnum endilega áfram! 


Hvers vegna?

Vímulaus dagur er dagur til að sýna samstöðu og ábyrgð og til að minna á að með vímulausum lífsstíl má minnka óöryggi og hættu á slysum. 

Hver?

Þú! Sýndu stuðning þinn við þau sem þjást vegna áfengis- og vímuefnaneyslu, með því að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna þennan dag. 

 

Við vonum að þú eigir virkilega gott sumar!